Sviðslistir - leikstjórn, leikur, tónlist, o.fl.

Í gegnum tíðina hef ég komið víða við sem sviðslistamaður og verið svo heppinn að vinna með mesta hæfileikafólki landsins.

Sviðslistaferill:

  • Ónefnd revíusýning, Leikfélag Keflavíkur, 2023 – leikstjóri
  • Fíflið, sýnt í Tjarnarbíó 2022 – leikari, tónskáld, tónlistarmaður.
  • Gosi, sýnt í Borgarleikhúsinu 2020 – leikari, tónskáld, tónlistarmaður. Sýningin hlaut Grímuverðlaun sem Barnasýning ársins.
  • Í skugga Sveins, sýnt í Gaflaraleikhúsinu 2018 – leikari, tónskáld, tónlistarmaður. Sýningin hlaut Grímuverðlaun sem Barnasýning ársins.
  • Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans, sýnt í Gaflaraleikhúsinu 2016 – leikari, tónskáld, tónlistarmaður.
  • Harmleikarnir, uppsetning á samyrkjusýningu (devised) með leikfélagi Flensborgarskólans í Hafnarfirði 2016 (leikstjórn, leikmynd, hljóðmynd, handrit byggt á spuna hópsins).
  • Ubbi kóngur, sýnt af Leikfélagi Hafnarfjarðar 2015 – tónsmíðar, tónlistarstjórn og flutningur. Sýningin hefur verið sýnd á leiklistarhátíðum í Austurríki, Mónakó og Tékklandi á árunum 2016-2018.
  • Sweeney Todd, uppsetning með Leikfélagi Hólmavíkur, 2015 (leikstjórn, leikmynd, hljóðmynd).
  • Blúndur og blásýra, uppsetning með Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu og Leikfélagi Hornafjarðar, 2014 (leikstjórn, leikmynd, hljóðmynd).
  • Námskeið í líkamlegri leiklist, Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu.
  • Karlar sem hata konur, „devised“ örverk frá leikhópnum punktur.leikhús, byggt á frægu myndaalbúmi Hildar Lilliendahl, sýnt á listahátíðinni Vinnslan #1, 2012 (leikstjórn og handritsvinna)
  • Macbeth workshop. Útskriftarverkefni frá East 15. Líkamleg nálgun (physical theatre) á Macbeth eftir William Shakespeare, að mestu lýst á pappír, en líka skoðað með leikurum í vinnustofu sem ég festi á filmu.
  • Tempest – örverk, samið fyrir skólahátíð hjá East 15 í London, tengda Ofviðrinu eftir William Shakespeare, 2011 (handrit og leikstjórn)
  • King Richard III, atriði á Shakespeare sýningu í East 15 leiklistarskólanum í London, 2010.
  • Alice in Wonderland – Pig and pepper, atriði skrifað og sviðssett fyrir sýningu á stuttum aðlögunum í East 15 leiklistarskólanum í London, 2010.
  • 39 þrep, sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar (dramatúrg og þýðandi), 2009
  • Fyndinn í fyrra, uppistandssýning Þórhalls Þórhallssonar á Nasa, leikstjórn, 2008.
  • Íbúð Soju, sýnt af Stúdentaleikhúsinu 2002 – tónlistarstjórn og flutningur
  • Hef þjálfað leikara fyrir inntökupróf í leiklistarskóla.
  • Hef kennt námskeið í uppistandi.
  • Hef kennt námskeið í líkamlegri leiklist, æfingar í anda Gecko og Frantic Assembly, meðal annars.