Tímaflakk
Útvarpsþættir á RÚV, 2006-2007, og hlaðvarp 2016-
Leiknir útvarpsþættir eftir Eyvind Karlsson, Þórhall Þórhallsson og Bjarna Töframann Baldvinsson.
Ég er skapandi og ástríðufullur ævintýramaður og veit ekkert skemmtilegra en að þjóta um himingeim hugmyndanna og munda töfrasprota orðanna til að galdra fram gleði og virði.
Ég hef farið vítt og breitt um stjörnuþokur markaðsfræðinnar, allt frá tölvuleikjum til tónlistar, fagurlistum til ferðaþjónustu, og ber í brjósti ástríðu yfir öllu sem henni tengist.
Á tveggja áratuga ferli hef ég borið ótal hatta, í sviðslistum og á auglýsingastofum, í ferðaþjónustu og á öldum ljósvakans, og er sjóðsstjóri í geysilega stórum og yfirgripsmiklum reynslubanka, þar sem kennir ýmissa grasa.
Eyvindur Karlsson
Miðvangur 10, 220 HFJ
svarthjalmar@gmail.com
+(354) 868 9742
Á nokkra kúrsa eftir og er að vinna í MSc verkefni um tölvuleikjaspilara og mismunandi drifkraft og persónuleika þeirra, útfrá markaðsfræðum.
Stutt námskeið í markaðssetningu með aðstoð gervigreindar.
Nám í sviðsleikstjórn. Lagði áherslu á Shakespeare, devising og physical theater.
Ég er með fasta verktakastöðu við textagerð hjá CCP, fyrst og fremst við gerð markaðstexta fyrir blogg, tölvupóst og auglýsingar.
Hafði m.a. yfirumsjón með markaðssetningu á hlutafjárútboði sem fór þrefalt fram úr framboði, auk þess að vera yfir allri textagerð, þ.á.m. handritsgerð fyrir fyrsta farsímaleik félagsins.
Á löngum ferli hef ég unnið fyrir auglýsingastofur, leikfélög, fyrirtæki og stofnanir og komið víða við í lausamennsku.
Notaði stafræna markaðssetningu og samfélagsmiðla til að fimmfalda umfang Free Walking Tour Reykjavik.
Auk þess að hafa fengist við þýðingar á öllu frá sjónvarpsþáttum og kvikmyndum til leikrita og bóka hef ég sjálfur gefið út skáldverk og skrifað leikið efni fyrir svið, sjónvarp og útvarp. Að auki hef ég skrifað pistla, bloggfærslur og greinar fyrir útvarp, virtar vefsíður um heim allan og tímarit.
Auk þess að vera menntaður leikstjóri hef ég samið tónlist við verðlaunasýningar, ásamt því að leika og syngja í mörgum þeirra.
Fékkst við herferðir fyrir ýmis fyrirtæki, meðal annars Símann, Kit Kat og Lýðsheilsustöð. Fékkst líka við vörumörkun þegar Já.is var stofnað. Ég á heiðurinn af því nafni!
Í gegnum tíðina hef ég komið víða við sem sviðslistamaður og verið svo heppinn að vinna með mesta hæfileikafólki landsins.
Sviðslistaferill:
Ég hef verið svo heppinn að fara víða um stjörnuþokur markaðsfræðinnar á mínum ferli sem hugmynda- og textasmiður. Ég hef verið í fastri verktakastöðu hjá Creative Services deild CCP Games síðan 2022, hef unnið á auglýsingastofum og markaðsdeildum, auk þess að búa til ótal verkefni sjálfur.
Meðal þeirra fyrirtækja sem ég hef unnið verkefni tengd hugmynda- og textagerð fyrir eru CCP, Solid Clouds, Key of Marketing, Ennemm, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Idé auglýsingastofa, Gaflaraleikhúsið o.fl.
Ég hef sjaldan hikað við að stinga penna á blað, og eftir mig liggja ótal minni og stærri verk. Að auki hef ég verið mikilsvirkur þýðandi í rúmlega 20 ár.Meðal þess helsta sem ég hef sent frá mér ber að nefna:
Leiknir útvarpsþættir eftir Eyvind Karlsson, Þórhall Þórhallsson og Bjarna Töframann Baldvinsson.
Ung kona situr í yfirheyrsluherbergi lögreglu. Hvert einasta orð sem hún segir er lygi. Hún segir ekkert um undarlegt ferðalag með alræmdum fíkniefnasala. Hún minnist ekki á látinn eiginmann sinn. Ekki orð um bróður sinn, erfiða æsku, eða annað sem hefur komið henni þangað sem hún er stödd. Allt þetta lætur hún ósagt.
Ég gaf út litla smásögu á netinu sem hefur orðið upphaf að stærra verki. Hana má lesa hér.
Ég hef fengið tækifæri til að semja tónlist við verðlaunaleiksýningar, og hef þess utan verið duglegur við að gefa út tónlist á eigin vegum. Hér getur að líta brot af því sem er fáanlegt á netinu, en þess ber að geta að auk þessa hef ég samið tónlist fyrir eftirfarandi leiksýningar:
Verk í vinnslu. Áætluð útgáfa 2024.
Árið 2022 gaf ég út þessa plötu með samansafni af efni sem ég hafði verið að leika mér að í COVID. Ég var búinn að vera á kafi í að vinna í Henry og varð að fá smá pásu, þannig að ég ákvað að henda í eina snögga og hráa plötu. Þetta var afraksturinn.
Plata með tónlistinni úr leiksýningunni Fíflið eftir Karl Ágúst Úlfsson.
Það tók mig áratug að safna í mig kjarki til að gefa mína fyrstu sólóplötu plötu út. Hún vafðist mjög lengi fyrir mér og á endanum gaf ég hana út undir listamannsnafninu One Bad Day.
Þessi plata með dúettinum Misery Loves Company, sem ég skipa ásamt Símoni Vestarr, var ákveðin tilraun í hráleika, sem menn getur greint á um hvort hafi heppnast vel eða ekki, en mér þykir alltaf vænt um hana.
Ég hef verið svo heppinn að fara víða um stjörnuþokur markaðsfræðinnar á mínum ferli sem textasmiður og markaðssérfræðingur. Sem vörumerkjastjóri og yfirtextasmiður hjá Solid Clouds hannaði ég markaðsherferð fyrir hlutafjárútboð fyrirtækisins, þar sem eftirspurn fór þrefalt fram úr framboði. Þar notaðist ég við blöndu af stafrænum auglýsingum, prenti og almannatengslum. Ég mótaði einnig stafræna markaðsstefnu fyrir fyrsta farsímaleik félagsins auk þess að fara fyrir handritsteymi fyrir leikinn, og undanfarið hef ég látið ljós mitt skína sem textasmiður fyrir CCP. Ég hef því hreyft við hjörtum (eða fjarstýringum) tölvuleikjaspilara um heim allan.
Á ferli mínum hef ég komið nálægt bæði stafrænni og hliðrænni markaðssetningu á öllu frá tölvuleikjum til leiksýninga, tónlist til ferðaþjónustu og öllu á milli Andrómedu og jarðar. Meðal þess sem ég hef afrekað á því sviði má nefna Free Walking Tour Reykjavík, pínulítið ferðaþjónustufyrirtæki sem ég fimmfaldaði að umfangi með blöndu af lífrænum samfélagsmiðlaherferðum og stafrænum auglýsingum. Að auki hef ég selt mína eigin tónlist og netnámskeið með aðstoð stafrænna miðla, ásamt því að koma að vel heppnuðum hópfjármögnunum með aðstoð samfélagsmiðla. Þá hef ég fengist við sviðslistir bæði sem leikari, leikstjóri og tónskáld, og tekið þátt í markaðssetningu á afar vel heppnuðum uppfærslum í áhuga- og atvinnuleikhúsi.
Ég hef í gegnum tíðina fengist við dagskrárgerð í og með, bæði fyrir útvarp og sjónvarp. Þar hef ég fengið tækifæri til að vinna með frábæru fólki, bæði á sviði sköpunar og tækni, og hef notið góðs af. Meðal helstu þátta sem ég hef komið nálægt ber að nefna: