Tónlist

Ég hef fengið tækifæri til að semja tónlist við verðlaunaleiksýningar, og hef þess utan verið duglegur við að gefa út tónlist á eigin vegum. Hér getur að líta brot af því sem er fáanlegt á netinu, en þess ber að geta að auk þessa hef ég samið tónlist fyrir eftirfarandi leiksýningar:

  • Hollvættur á heiði (2023)
  • Fíflið (2022)
  • Gosi (2020) (Grímuverðlaun sem barnasýning ársins)
  • Í skugga Sveins (2018) (Grímuverðlaun sem barnasýning ársins)
  • Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans (2016)
  • Ubbi kóngur (2015)

Henry

Verk í vinnslu. Áætluð útgáfa 2024.

Má bjóða þér minna?

Árið 2022 gaf ég út þessa plötu með samansafni af efni sem ég hafði verið að leika mér að í COVID. Ég var búinn að vera á kafi í að vinna í Henry og varð að fá smá pásu, þannig að ég ákvað að henda í eina snögga og hráa plötu. Þetta var afraksturinn.

Fíflið

Plata með tónlistinni úr leiksýningunni Fíflið eftir Karl Ágúst Úlfsson.

A Bottle Full of Dreams

A Bottle Full of Dreams

Það tók mig áratug að safna í mig kjarki til að gefa mína fyrstu sólóplötu plötu út. Hún vafðist mjög lengi fyrir mér og á endanum gaf ég hana út undir listamannsnafninu One Bad Day.

Misery Loves Company

Þessi plata með dúettinum Misery Loves Company, sem ég skipa ásamt Símoni Vestarr, var ákveðin tilraun í hráleika, sem menn getur greint á um hvort hafi heppnast vel eða ekki, en mér þykir alltaf vænt um hana.