Dagskrárgerð

Ég hef í gegnum tíðina fengist við dagskrárgerð í og með, bæði fyrir útvarp og sjónvarp. Þar hef ég fengið tækifæri til að vinna með frábæru fólki, bæði á sviði sköpunar og tækni, og hef notið góðs af. Meðal helstu þátta sem ég hef komið nálægt ber að nefna:

  • Tímaflakk – útvarpsþættir og seinna hlaðvarp, 2006-2020
  • Karl Ágúst og sonur – þættir á Hringbraut, 2016
  • Vitleysan – gamanþáttur á ÍNN, 2008
  • Jing jang – spurningaþáttur á PoppTíví, 2005
  • Var auk þess fastur pistlahöfundur á Rás 2 2006-2007, og hef gert innslög fyrir hitt og þetta á öldum ljósvakans.