Ég hef verið svo heppinn að fara víða um stjörnuþokur markaðsfræðinnar á mínum ferli sem hugmynda- og textasmiður. Ég hef verið í fastri verktakastöðu hjá Creative Services deild CCP Games síðan 2022, hef unnið á auglýsingastofum og markaðsdeildum, auk þess að búa til ótal verkefni sjálfur.
Meðal þeirra fyrirtækja sem ég hef unnið verkefni tengd hugmynda- og textagerð fyrir eru CCP, Solid Clouds, Key of Marketing, Ennemm, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Idé auglýsingastofa, Gaflaraleikhúsið o.fl.