Eyvindur Karlsson hefur fengist við tónlistarsköpun síðan um aldamót, og semur og flytur gjarnan tónlist undir listamannsnafninu One Bad Day. Tónlist hans hefur gjarnan verið líkt við listamenn á borð við Tom Waits, Nick Cave, Neil Young og aðra þeim dúr. Hann hefur verið virkur í þjóðlagatónlistarsenunni á Íslandi, og hefur auk þess ferðast víða um lönd til að spila. Að auki hefur Eyvindur samið tónlist fyrir leikhús, þar á meðal í leiksýningunum Ubba Kóngi, Góða dátanum Svejk og Í skugga Sveins, en síðastnefnda sýningin hlaut Grímuverðlaun sem barnasýning ársins 2018.

Fyrsta sólóplata Eyvindar, A Bottle Full of Dreams, kom út í júní 2018 og hlaut góðar viðtökur. Hún var meðal annars valin plata vikunnar á Rás 2.

Lagasmíðastíllinn sækir áhrif víða, en er þó grundvallaður í þjóðlagatónlist, einkum af amerísku kyni. Þetta er í raun haganlega soðinn „americana“-grautur með vísun í kántrí, rokk, þjóðlagastef og myrkrablús. Textarnir – enskir – eru heimsósómalegir og melankólískir mjög, sungið um brostna drauma og óuppfylltar þrár („If this is a nightmare, let me sleep on“). Eyvindur er giska orðhagur og fær mann til að brosa reglulega í kampinn, enda hendingarnar viljandi ýktar víðast hvar. Það er í raun leikhúsbragur yfir mörgu hér.
-Arnar Eggert Thoroddssen í Popplandi á Rás 2

Hér fyrir neðan má heyra nokkur tóndæmi.

Hér fyrir neðan eru svo nokkur dæmi af leikhústónlist:

Ubbi kóngur

Leikfélag Hafnarfjarðar, 2015

Þessi sýning hefur einnig verið sýnd í Austurríki, Mónakó og Tékklandi.

Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans

Gaflaraleikhúsið, 2016

Í skugga Sveins

Gaflaraleikhúsið, 2018